Kiðagil
Ýmsir viðburðir í Kiðagili
Í Kiðagili eru haldnir fjölbreyttir og vandaðir viðburðir. Meðal annars má nefna víðfrægt kaffihlaðborð, ýmis konar tónleikar, markað og sýningar af ýmsu tagi. Á sumrin eru listamenn hér í nágrenni við okkur sem setja upp myndlistarsýningar.

Fyrsta bílferðin yfir Sprengisand
Fyrsta bílferðin var farin yfir Sprengisand í ágúst 1933. Var þetta mikil ævintýraferð. Hægt er að skoða myndir og lesa frásagnir úr ferðinni á sýningunni í Kiðagili sem sett var upp árið 2003, þegar 70 ár voru liðin frá þessari ferð.

Útilegumenn í Ódáðahrauni
Sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni var opnuð 17. júní 2008. Hún gefur innsýn í líf íslenskra útilegumanna, sérstaklega í nágrenni Ódáðahrauns, með hliðsjón af þjóðsögum og munnmælasögum vítt og breitt um landið.

Kaffihlaðborð
Af og til erum við með kaffihlaðborð.
Auglýst í staðarmiðlum.
Kaffihlaðborðin okkar vinsælu eru orðin ójúfanlegur þáttur af sumrinu í Kiðagili og kemur fólk víðs vegar að til að gæða sér á ljúffengu heimabökuðu góðgæti.
Sýningar 2018
Nánar auglýst síðar.