top of page

Gisting í Kiðagili

Herbergi
Herbergin eru 17 talsins , 5 tveggja manna herbergi eru með baði. 

12 herbergi eru í aðalbyggingunni og eru þau fyrir 1-4. Þar er salernisaðstaða sameiginleg fyrir gesti á 4 stöðum í gistiálmunni.

Glæsilegt morgunverðarhlaðborð með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, áleggi og mörgu fleiru.

Tjaldsvæði

 

Í Kiðagili er stórt og rólegt tjaldsvæði með aðgangi að salernum, vatni og rafmagni.

 

Við hliðina á tjaldsvæðinu eru fótboltamörk og stutt frá er leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina.

Setustofa

 

Setustofan okkar er notaleg með sjónvarpi.

Þar er einnig gott að setjast niður með góða bók og hvíla lúin bein.

 

Þráðlaust netsamband er um allt húsið.

bottom of page