top of page

Sýningar í Kiðagili

Fyrsta bílferðin yfir Sprengisand

Fyrsta bílferðin var farin yfir Sprengisand í ágúst 1933. Var þetta mikil ævintýraferð. Hægt er að skoða myndir og lesa frásagnir úr ferðinni á sýningunni í Kiðagili sem sett var upp árið 2003, þegar 70 ár voru liðin frá þessari ferð.

Aldeyjarfoss.JPG
Landslagið

Myndbönd af fallegri náttúru í nágrenninu.

Útilegumenn í Ódáðahrauni

Sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni var opnuð 17. júní 2008. Hún gefur innsýn í líf íslenskra útilegumanna, sérstaklega í nágrenni Ódáðahrauns, með hliðsjón af þjóðsögum og munnmælasögum vítt og breitt um landið.

Örn.jpg
Fuglalíf 

Lifandi svipmyndir af fuglalífinu í kringum okkur.  Einnig er að finna egg ýmissa fugla.

bottom of page